Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Er með góða til­finningu eftir að hafa komið til baka“

KA og KR gerðu 1-1 jafntefli fyrir norðan í dag í leik sem hafði upp á mikið að bjóða. KR komst yfir strax á 3. mínútu og misnotuðu vítaspyrnu stuttu seinna. KA jafnaði svo leikinn á 77. mínútu en þá var Guy Smit, markvörður KR, nýfarinn af velli með sitt annað gula spjald. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var nokkuð brattur eftir leik og leit á björtu hliðarnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sam­herjar Alberts náðu í stig í Mílanó

Samherjar Alberts Guðmundssonar náðu í stig á útivelli gegn AC Milan í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en liðin gerðu 3-3 jafntefli á San Siro-leikvaningum í Mílanó. Albert var fjarri góðu gamni en hann hefur verið einn besti maður liðsins á leiktíðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Hilmir Rafn kominn á blað í Noregi

Hilmir Rafn Mikaelsson skoraði mark Kristiansund þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Ham/Kam í norsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Hilmir Rafn er þar með kominn á blað en þetta var hans fyrsta mark á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Dagur lagði upp mark

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson átti mikilvæga stoðsendingu þegar Leuven vann Standard Liege í belgísku deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Enginn náð í fleiri stig en Mc­Kenna síðan hann tók við Ipswich

Kieran McKenna hefur svo sannarlega svifið um á bleiku skýi síðan hann tók við Ipswich Town í ensku C-deildinni. Undir hans stjórn hefur liðið flogið upp um tvær deildir í því sem er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Þá hefur enginn, ekki einu sinni Pep Guardiola, nælt í jafn mörg stig og McKenna síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Ipswich.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kane skoraði en Bayern tapaði

Stuttgart vann 3-1 sigur á Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en þetta var síðasti leikur Bæjara fyrir seinni undanúrslitaleikinn í Meistaradeildinni á móti Real Madrid.

Fótbolti